Amorim vill að Quenda verði keyptur - West Ham hefur áhuga á Harwood-Bellis - Hár verðmiði á Branthwaite
   fim 05. janúar 2023 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Borguðu í raun 1 milljón evra fyrir hvern leik
Lisandro Magallan.
Lisandro Magallan.
Mynd: EPA
Ajax hefur gert mjög mörg góð kaup í gegnum tíðina, en kaupin á Lisandro Magallan far ekki í þann flokk.

Hann var keyptur til Ajax frá argentínska félaginu Boca Juniors fyrir 9 milljónir evra í sumarglugganum 2019.

Í dag tilkynnti svo hollenska félagið um það að samningi leikmannsins hefði verið rift.

Hann spilaði níu keppnisleiki fyrir aðallið Ajax á tíma sínum hjá félaginu og kostaði því í rauninni 1 milljón evra fyrir hvern leik sem hann spilaði.

Magallan var lánaður til Anderlecht í Belgíu á síðustu leiktíð en hann náði einfaldlega ekki að sýna að hann væri nægilega góður til að spila með Ajax.
Athugasemdir
banner
banner
banner