Amorim vill að Quenda verði keyptur - West Ham hefur áhuga á Harwood-Bellis - Hár verðmiði á Branthwaite
   fim 05. janúar 2023 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ein mesta goðsögn í sögu Arsenal kveður félagið
Jordan Nobbs, ein mesta goðsögn í sögu kvennaliðs Arsenal, hefur yfirgefið félagið eftir tólf ára veru.

Hún skipti yfir í dag til Aston Villa og er kaupverðið á milli 30 og 35 þúsund pund. Nobbs skrifar undir 18 mánaða samning við Aston Villa.

Nobbs, sem er þrítug að aldri, ólst upp hjá Sunderland en skipti yfir til Arsenal árið 2010.

Hún hefur átt í basli með að fá leiktíma hjá Arsenal á þessari leiktíð og kemur hún til með að vera í stærra hlutverki hjá Villa. Hún vonast til þess að það hjálpi sér að komast í landsliðshóp Englands fyrir HM síðar á þessu ári.

Nobbs á að baki 69 A-landsleiki fyrir England.

Arsenal er sem stendur í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar á meðan Villa er í sjöunda sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner