Manchester City vann sterkan 1-0 sigur á Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Riyad Mahrez kom inn á sem varamaður og skoraði markið með aðstoð varamannsins Jack Grealish.
Þeir fengu báðir sjöu hjá Sky Sports fyrir innkomu sína en varnarmaðurinn John Stones var eins og klettur í vörninni og var valinn maður leiksins með átta í einkunn.
Joao Cancelo var tekinn útaf í hálfleik í sínum fyrsta leik eftir HM en hann fékk aðeins fimm.
Fjórir leikmenn Chelsea fengu sjö en þar má nefna hinn unga Carney Chukwuemeka sem kom inn á snemma leiks og lét til sín taka.
Kepa og Marc Cucurella litu ekki vel út í markinu og fá lægstu einkun í liði Chelsea.
Chelsea: Kepa (5), Azpilicueta (6), Koulibaly (7), Silva (7), Cucurella (5), Zakaria (7), Kovacic (6), Ziyech (6), Sterling (N/A), Havertz (6), Pulisic (6).
Varamenn: Aubameyang (5), Chukwuemeka (7), Hutchinson (6), Hall (6), Gallagher (6)
Man City: Ederson (6), Walker (5), Stones (8), Ake (7), Cancelo (5), De Bruyne (7), Rodri (7), Bernardo Silva (7), Gundogan (7), Foden (6), Haaland (6).
Varamenn: Akanji (6), Lewis (6), Mahrez (7), Grealish (7), Phillips (N/A)