Amorim vill að Quenda verði keyptur - West Ham hefur áhuga á Harwood-Bellis - Hár verðmiði á Branthwaite
   fim 05. janúar 2023 20:12
Elvar Geir Magnússon
Endurkomusigur kom Aroni og Al-Arabi aftur á toppinn
Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn í hjarta varnarinnar þegar Al-Arabi vann 2-1 endurkomusigur á útivelli gegn Al Ahli í katörsku deildinni í dag.

Al Ahli var yfir í hálfleik en sýrlenski landsliðssóknarmaðurinn Omar Al Somah var hetja Al-Arabi og tryggði sigur með tveimur mörkum. Hann skoraði á 79. og 87. mínútu.

Al-Arabi endurheimti toppsæti deildarinnar með sigrinum en þetta var fyrsta umferðin eftir heimsmeistaramótið sem fram fór í landinu.

Al-Arabi er með 19 stig eftir 8 umferðir en Al-Duhail sem vann Al Gharafa 3-0 í gær er með 17 stig
Athugasemdir
banner
banner
banner