Hollendingurinn Cody Gakpo var mættur á æfingu hjá Liverpool í dag, fyrir leik liðsins gegn Úlfunum í FA-bikarnum.
Gakpo fékk atvinnuleyfi síðasta þriðjudag eftir félagaskipti sín frá PSV Eindhoven rétt fyrir síðustu áramót.
Á meðan það ferli var í gangi - að græja atvinnuleyfi - þá fékk Gakpo ekki fengið leyfi til að æfa né spila með Liverpool en hann er núna kominn með það leyfi. Og hann er byrjaður að æfa.
Liverpool birti myndir og myndband af honum á æfingunni sem má sjá hér að neðan.
Það verður fróðlegt að sjá hvort Gakpo komi inn í liðið gegn Úlfunum á laugardaginn.
Go Inside Training and get a first look at Cody Gakpo in action, as we prepare to take on Wolves in the #EmiratesFACup ????
— Liverpool FC (@LFC) January 5, 2023
Athugasemdir