Amorim vill að Quenda verði keyptur - West Ham hefur áhuga á Harwood-Bellis - Hár verðmiði á Branthwaite
   fim 05. janúar 2023 22:23
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Grealish: Hugsaði bara að Haaland væri örugglega einhvers staðar
Mynd: EPA

Manchester City vann gríðarlega mikilvægan sigur á Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.


Riyad Mahrez skoraði eina mark leiksins aðeins þremur mínútum eftir að hann kom inn á. Jack Grealish lagði upp markið en hann kom inn á á sama tíma.

Þeir voru sannfærðir um að Kepa myndi grípa inn í sendinguna.

„Ég talaði við Mahrez og hann hélt að markvörðurinn myndi ná þessu, ég líka. Þegar ég sendi boltann fyrir hugsaði ég að Haaland væri örugglega einhvers staðar, ég set boltann bara í svæðið," sagði Grealish.

Gylfi Einarsson sérfræðingur á Síminn Sport sagði að Kepa hefði átt að ná boltanum.

„Hann á að taka þennan bolta alveg 100%. Hann frís í markinu, eins og hann sé að láta boltan fara en þú getur ekki tekið séns því þú veist ekkert hvað er á bakvið þig. Hann á þetta mark," sagði Gylfi.


Athugasemdir
banner
banner
banner