Amorim vill að Quenda verði keyptur - West Ham hefur áhuga á Harwood-Bellis - Hár verðmiði á Branthwaite
   fim 05. janúar 2023 11:15
Elvar Geir Magnússon
„Hann mun sleikja upp Ronaldo og reyna að verða vinur hans“
Frakkinn Rudi Garcia tók við sem stjóri Al-Nassr í Sádi-Arabíu síðasta sumar og hann er nú orðinn þjálfari Cristiano Ronaldo.

Óhætt er að segja að Garcia sé í afar litlum metum hjá Juninho Pernambucano, fyrrum landsliðsmanni Brasilíu. Juninho lék undir stjórn Garcia hjá Lyon.

Juninho segir að Garcia sé „versta manneskja" sem hann hafi kynnst á ferlinum.

„Hann getur ekki stýrt neinu, hann leiðir með því að búa til ótta hjá öðrum. Hann er kaldlynd persóna sem ekki er hægt að treysta," segir Juninho sem telur að Garcia muni beygja sig undir vilja Ronaldo í einu og öllu.

„Hann mun ekki þora að gera neitt sem Ronaldo verður ósáttur með. Hann mun jafnvel bera morgunmatinn til hans ef á þarf að halda. Hann mun gera allt sem hann getur til að verða vinur hans."

„Rudi Garcia er alveg sama um árangur liðsins eða andrúmsloftið innan leikmannahópsins. Það sem skiptir hann mestu máli er að fá athyglina."
Athugasemdir
banner
banner
banner