Það er aldeilis komin pressa á Nathan Jones, stjóra Southampton á Englandi, þrátt fyrir að hann hafi stýrt liðinu í aðeins fjórum leikjum til þessa.
Hinn 49 ára gamli Nathan Jones tók við liðinu af Hasenhuttl og hefur stýrt liðinu í fjórum leikjum og á enn eftir að næla í stig.
Liðið hefur ekki enn skorað mark úr opnum leik í þessum leikjum. Í gær var niðurstaðan 1-0 tap gegn nýliðum Nottingham Forest á heimavelli.
Stuðningsmenn liðsins voru vægast sagt reiðir eftir leik og bauluðu eins og þeir gátu. Jacob Tanswell, sem fjallar um Southampton fyrir The Athletic, segist aldrei hafa heyrt eins langt og kraftmikið baul hjá stuðningsfólki liðsins.
Jones fékk fjögurra ára samning þegar hann tók við liðinu seint á síðasta ári en núna er hann einn af líklegustu stjórum deildarinnar til að taka pokann sinn. Aðeins Frank Lampard og David Moyes eru líklegri samkvæmt veðbönkum.
Athugasemdir