Amorim vill að Quenda verði keyptur - West Ham hefur áhuga á Harwood-Bellis - Hár verðmiði á Branthwaite
   fim 05. janúar 2023 19:46
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Hefur samúð með Potter - „Klárlega góður stjóri"
Mynd: EPA

Eftir góða byrjun á ferli Graham Potter sem stjóri Chelsea hefur lítið gengið að undanförnu og hefur liðið aðeins unnið einn af síðustu sjö leikjum.


Þetta hefur ekki verið auðveld byrjun fyrir Potter og ein af ástæðunum er sú að hann hefur þurft að gera margar breytingar á liðinu vegna meiðsla.

Mason Mount meiddist á æfingu í gær og getur ekki tekið þátt í leiknum í kvöld gegn Manchester City. Tómas Þór Þórðarson og Gylfi Einarsson fóru yfir málin hjá Chelsea á Síminn Sport fyrir leikinn.

„Maður hefur samúð með Graham Potter, það hafa verið mikið af lykilleikmönnum í meiðslum. Mason Mount er að meiðast á leikdegi. Ég vil meina að það þurfi að gefa Potter smá tíma, hann er klárlega ekki með sitt lið, hann þarf að fá sína leikmenn og losa sig við einhverja. Hann þarf tíma, klárlega góður stjóri," sagði Gylfi Einarsson.


Athugasemdir
banner
banner
banner