Amorim vill að Quenda verði keyptur - West Ham hefur áhuga á Harwood-Bellis - Hár verðmiði á Branthwaite
   fim 05. janúar 2023 15:02
Elvar Geir Magnússon
Kaupir Ten Hag þriðja leikmanninn frá Ajax?
Erik ten Hag stjóri Manchester United gæti keypt þriðja leikmanninn frá Ajax, hans fyrrum félagi, á sex mánaða tímabili.

Mohammed Kudus er 22 ára sóknarmiðjumaður sem getur leyst allar sóknarstöðurnar. Hann lék frábærlega fyrir Gana á HM.

Í síðasta sumarglugga keypti United varnarmanninn Lisandro Martínez og sóknarmanninn Antony frá Ajax.

Daily Star segir að Ajax vilji fá að minnsta kosti 35 milljónir punda fyrir Kudus sem var nálægt því að ganga í raðir Everton síðasta sumar. Samningur hans rennur út sumarið 2025.

Ten Hag hefur talað um að það sé nauðsynlegt fyrir United að fá inn sóknarmann í janúar en hann þarf að vinna með takmarkað fjármagn þar sem United vill ekki eyða miklu í janúarglugganum.

Eigendur Manchester United, Glazer fjölskyldan, eru opnir fyrir því að selja félagið ef bitastætt tilboð berst.
Athugasemdir
banner
banner
banner