Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   fim 05. janúar 2023 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mannréttindasamtök kalla eftir gagnrýni frá Ronaldo
Ronaldo er mættur til Sádí-Arabíu.
Ronaldo er mættur til Sádí-Arabíu.
Mynd: Getty Images
Mannréttindastamtökin Amnesty International hafa hvatt portúgölsku ofurstjörnuna til að opna á sér munninn og gagnrýna yfirvöld í Sádí-Arabíu.

Ronaldo varð á dögunum launahæsti íþróttamaður sögunnar þegar hann skrifaði undir samning við Al Nassr í Sádí-Arabíu.

Mannréttindi hafa ekki verið í hávegum höfð í Sádí-Arabíu en koma Ronaldo til landsins mun hjálpa yfirvöldum í landinu að hvítþvo sig í gegnum íþróttir.

Dana Ahmed, rannsakandi hjá Amnesty International, hefur hvatt Ronaldo til að tjá sig um stöðu mála í landinu og vera gagnrýninn á hana.

„Ronaldo á að nota vettvang sinn til að vekja athygli á mannréttindamálum í landinu. Sádí-Arabía tekur fólk reglulega af lífi fyrir glæpi á borð við morð, nauðganir og vopnasmygl. Á einum degi í fyrra voru 81 manns tekin af lífi og fengu mörg þeirra ekki sanngjörn réttarhöld," segir Ahmed.

„Yfirvöld eru þá ekki hlynnt málfrelsi og hafa gefið mannréttindasinnum þunga fangelsisdóma."

Þá hefur sérstaklega verið farið illa með kvenréttindi og hinsegin fólk í landinu.

„Cristiano Ronaldo á ekki að leyfa frægð sinni að vera verkfæri í íþróttahvítþvotti Sáda."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner