Eftir flotta byrjun hjá Chelsea undir stjórn Graham Potter hefur hallað undan fæti að undanförnu og Jamie Carragher sérfræðingur hjá Sky Sports bendir á að margir stjórar hafi misst starfið sitt með þennan árangur.
Chelsea vann fyrstu þrjá leikina undir stjórn Potter en hefur aðeins unnið einn af síðustu sjö.
„Chelsea er félag sem hefur unnið helling af titlum og á svona köflum í fortíðinni hafa margir stjórar misst starfið sitt. Það er bara eins og félagið er, mjög miskunnarlaust, þeir ætlast til að vinna og þess vegna er svona oft skipt um stjóra," sagði Carragher.
„Ég held að stuðningsmenn Chelsea séu farnir að spurja sig spurninga því síðustu 10-15 árin hafa þeir búist við því besta og það er nákvæmlega það sem þeir hafa fengið."
Athugasemdir