Það vekur athygli að Mason Mount er ekki í hóp hjá Chelsea í kvöld sem mætir Manchester City á Brúnni.
Graham Potter stjóri Chelsea staðfesti það að hann fékk smá högg á æfingu í gær og er ekki klár í slaginn.
„Það rignir aldrei smá, það kemur bara demba. Stöðugleiki hjálpar til við að bæta okkur. Frá síðasta deildarleik gegn Bournemouth höfum við misst Reece James og Mount úr byrjunarliðinu, svona er líf fótboltastjórans," sagði Potter.
„Þetta hefur áhrif á stöðugleikann. Það væri fínt að vera með sömu ellefu leikmennina í hverjum leik en þegar þú spilar á laugardegi, þriðjudegi, laugardegi og þriðjudegi mun það ekki takast."
Athugasemdir