Amorim vill að Quenda verði keyptur - West Ham hefur áhuga á Harwood-Bellis - Hár verðmiði á Branthwaite
   fim 05. janúar 2023 12:19
Elvar Geir Magnússon
Newcastle lánar Garang Kuol til Hearts
Hinn átján ára gamli Garang Kuol er mættur til Bretlandseyja frá Ástralíu og er núna kominn til Skotlands þar sem hann er að skoða aðstæður og ræða um lánssamning við Hearts.

Kuol varð formlega leikmaður Newcastle núna í byrjun árs en félagið keypti þennan spennandi leikmann frá Central Coast Mariners.

Kuol hefur ekki mikla reynslu af aðalliðsbolta en hann byrjaði sinn fyrsta leik fyrir Mariners þann 18. desember og lagði upp mark í 2-1 sigri gegn Sydney FC.

Kuol var með ástralska landsliðinu á HM og var nálægt því að skora jöfnunarmark gegn Argentínu í 16-liða úrslitum. Það hefði komið leiknum í framlengingu.


Athugasemdir
banner
banner
banner