Amorim vill að Quenda verði keyptur - West Ham hefur áhuga á Harwood-Bellis - Hár verðmiði á Branthwaite
   fim 05. janúar 2023 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Newcastle vinnur að því að kaupa eftirsóttan Spánverja
Newcastle er að vinna hörðum höndum að því að kaupa bakvörðinn Ivan Fresneda frá Real Valladolid á Spáni.

Sky Sports segir frá því að njósnarar frá Newcastle hafi fylgst með Fresneda í mörgum leikjum, þar á meðal gegn Real Madrid síðasta föstudag.

Fresneda er aðeins 18 ára gamall. Hann var áður fyrr í akademíu Real Madrid en hann fór til Valladolid fyrir þremur árum síðan.

Hann spilaði sinn fyrsta leik í spænsku úrvalsdeildinni í september síðastliðnum og hefur hann leikið sjö leiki á þessari leiktíð.

Fresneda er sagður spenntur fyrir því að ganga í raðir Newcastle en það er mikill áhugi á honum víða um Evrópu. Hann hefur einnig verið orðaður við félög á borð við Juventus á Ítalíu og Borussia Dortmund í Þýskalandi.
Athugasemdir
banner
banner