Hinn afskaplega spjaldaglaði spænski dómari Antonio Mateu Lahoz hefur ákveðið að leggja flautuna á hilluna og hætta dómgæslu eftir yfirstandandi tímabil.
Lahoz er 45 ára og hefur lengi verið í hópi bestu dómara heims. Orðspor hans hefur hinsvegar laskast verulega að undanförnu.
Hann var talinn líklegur til að fá að dæma úrslitaleik HM í Katar en sá möguleiki hvarf þegar hann gaf sautján gul spjöld í leik Argentínu og Hollands í 8-liða úrslitum mótsins. Það er spjaldamet í einum HM leik.
Lahoz er 45 ára og hefur lengi verið í hópi bestu dómara heims. Orðspor hans hefur hinsvegar laskast verulega að undanförnu.
Hann var talinn líklegur til að fá að dæma úrslitaleik HM í Katar en sá möguleiki hvarf þegar hann gaf sautján gul spjöld í leik Argentínu og Hollands í 8-liða úrslitum mótsins. Það er spjaldamet í einum HM leik.
Þegar hann mætti til baka frá Katar gaf hann fimmtán gul spjöld og tvö rauð í grannaslag Barcelona og Espanyol. Síðasta hálftíma leiksins var boltinn í leik í aðeins tíu mínútur vegna sífelldra samtala.
Spænska fótboltasambandið hefur sett Lahoz í kælingu og hann starfar ekki í umferðinni um komandi helgi.
Lahoz hefur dæmt í La Liga síðan 2008, hefur dæmt marga stórleiki í Meistaradeildinni og í lokakeppni HM 2018 og 2022.
Athugasemdir