Amorim vill að Quenda verði keyptur - West Ham hefur áhuga á Harwood-Bellis - Hár verðmiði á Branthwaite
   fim 05. janúar 2023 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepi var mjög hissa á landsliðsvalinu - „Héldu að ég væri að grínast"
Sóknarmaðurinn Ricardo Pepi segist hafa verið mjög hissa þegar hann frétti það að hann væri ekki í landsliðshópi Bandaríkjanna fyrir HM í Katar.

Pepi átti ekki góðan tíma með Augsburg í Þýskalandi á síðustu leiktíð. Hann var lánaður til Groningen í Hollandi síðasta sumar og þar hefur hann fundið ágætis takt.

Hinn 19 ára gamli Pepi bjóst við því að vera í HM-hópnum en fékk svo símtal frá Gregg Berhalter, landsliðsþjálfaranum, þar sem hann fékk að vita að svo væri ekki.

„Hann sagði að ég væri ekki í hópnum og ég skellti því bara beint á hann," segir Pepi.

„Ég var mjög hissa og tók fimm mínútur þar sem ég var bara að melta það sem hafði gerst. Ég hringdi í pabba og umboðsmann minn en þeir héldu að ég væri að grínast. Þetta mun gera mig enn hungraðari."

Bandaríkin féllu úr leik á HM í 16-liða úrslitunum gegn Hollandi. Það er óvíst hvort Berhalter muni halda áfram sem þjálfari liðsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner