Graham Potter, stjóri Chelsea notaði frasann, þegar það byrjar að rigna þá kemur demba (e. When it rains it pours) þegar kemur að meiðslavandræðum liðsins.
Reece James meiddist í síðasta leik gegn Bournemouth en það var fyrsti leikurinn hans eftir langþráð meiðsi. Mason Mount missti þá af leiknum í kvöld gegn Man City vegna meiðsla sem hann hlaut á æfingu í gær.
Potter hefur neyðst til að gera tvær skiptingar á fyrstu 20 mínútum leiksins í kvöld, báðar vegna meiðsla. Raheem Sterling virtist hafa tognað aftan í læri og þurfti að fara af velli og Pierre-Emerick Aubameyang kom inn á í hans stað.
Stuttu síðar komst Christian Pulisic í frábært færi en John Stones komst fyrir skotið með þeim afleiðingum að Pulisic meiddist. Hinn 19 ára gamli Carney Chukwumeka kom inn á í hans stað.