Amorim vill að Quenda verði keyptur - West Ham hefur áhuga á Harwood-Bellis - Hár verðmiði á Branthwaite
   fim 05. janúar 2023 11:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Seldust allir miðar en svo kom í ljós að Ronaldo er í banni
Cristiano Ronaldo mun ekki þreyta frumraun sína með Al Nassr í Sádí-Arabíu í kvöld þar sem hann er í leikbanni.

Daily Mail fjallar um þetta en þar segir jafnframt að uppselt sé á leikinn gegn Al Ta’ee í kvöld. Mikil eftirvænting var fyrir frumraun Ronaldo en hún verður ekki á eftir.

Enska fótboltasambandið dæmdi hann í tveggja leikja bann og sektaði hann um 50 þúsund pund þann 17. nóvember síðastliðinn. Hann tók það bann ekki út á Englandi þar sem stuttu eftir það rifti hann samningi sínum við Manchester United.

Ronaldo fékk bannið fyrir að mölbrjóta síma hjá stuðningsmanni eftir leik gegn Everton. Móðir stráksins sagði að hann hefði líka verið marinn á höndinni eftir lætin í Ronaldo.

Daily Mail segir að bannið flytjist á milli landa og verður því Ronaldo í banni í næstu tveimur leikjum liðsins.

Leikurinn í dag hefst klukkan 15:00 en stuðningsmenn fá ekki að sjá Ronaldo í leiknum.
Athugasemdir
banner
banner
banner