Southampton er meðal félaga sem hafa áhuga á að fá miðvörðinn Michael Keane lánaðan frá Everton.
Keane, sem er 29 ára, hefur aðeins spilað tvo úrvalsdeildarleiki fyrir Everton á tímabilinu, og tvo deildabikarleiki.
Keane, sem er 29 ára, hefur aðeins spilað tvo úrvalsdeildarleiki fyrir Everton á tímabilinu, og tvo deildabikarleiki.
Það er forgangsatriði hjá Southampton að fá inn miðvörð á lánssamningi í janúarglugganum.
Southampton er í neðsta sæti úrvalsdeildarinnar og ljóst að það þarf að styrkja hópinn. Félagið er einnig að vinna því að fá inn sóknarmann.
Keane hefur einnig verið orðaður við West Ham en samkvæmt enskum fjölmiðlum vill Everton helst selja leikmanninn, ekki senda hann á lán.
Athugasemdir