Amorim vill að Quenda verði keyptur - West Ham hefur áhuga á Harwood-Bellis - Hár verðmiði á Branthwaite
   fim 05. janúar 2023 18:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Staðfestir komu Butland til United - „Getur alltaf eitthvað komið fyrir"

Jack Butland markvörður Crystal Palacer á leið til Manchester United en Erik ten Hag staðfesti þetta á fréttamannafundi fyrir leik United gegn Everton í bikarnum á morgun.


Newcastle kallaði Martin Dubravka til baka úr láni frá United en ásamt David de Gea er Tom Heaton hjá United. Ten Hag segir að félagið þurfi þrjá reynslumikla markmenn.

„Ég er mjög ánægður með De Gea. Það er ljóst að hann er númer eitt. Hann stendur sig vel en það getur alltaf eitthvað komið fyrir og maður þarf að vera undirbúinn fyrir það," sagði Ten Hag.

De Gea hefur haldið hreinu í öllum þremur leikjum United eftir HM hléið.


Athugasemdir
banner
banner
banner