Amorim vill að Quenda verði keyptur - West Ham hefur áhuga á Harwood-Bellis - Hár verðmiði á Branthwaite
   fim 05. janúar 2023 14:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þjálfari Benfica pirraður: Get ekki sætt mig við þetta
Enzo Fernandez.
Enzo Fernandez.
Mynd: EPA
Roger Schmidt, þjálfari Benfica í Portúgal, segir Chelsea sýna vanvirðingu í eltingarleik sínum við argentínska miðjumanninn Enzo Fernandez.

Chelsea hefur síðustu daga verið að vinna í því að kaupa hinn 21 árs gamla Fernandez, sem átti mjög gott heimsmeistaramót með Argentínu.

Schmidt sat fyrir svörum á fréttamannafundi í dag þar sem hann viðurkenndi að hann væri pirraður yfir stöðu mála.

Hann segir að Chelsea hafi fyrst ætlað að borga riftunarverðið í samningi leikmannsins - um 120 milljónir evra - en svo hafi félagið viljað fara í viðræður um lægri upphæð.

„Það er vanvirðing og algjörlega óásættanlegt að þeir séu að reyna að gera leikmanninn klikkaðan, ég get ekki sætt mig við þetta. Þeir segjast ætla að borga riftunarverðið í samningi hans en svo vilja þeir fara í viðræður," sagði Schmidt pirraður.
Athugasemdir
banner
banner
banner