Bayern vill Bernardo Silva - Skotlmark Man Utd og Liverpool vill fara til Real - Ensk félög horfa til Kimmich
   mið 05. júní 2024 20:01
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Hættur hjá Lazio eftir aðeins þrjá mánuði í starfi
Mynd: EPA

Igor Tudor er hættur sem stjóri Lazio en hann tók við af Mauricio Sarri fyrir þremur mánuðum síðan en hann skrifaði þá undir samning út næstu leiktíð.


Sky á Ítalíu greinir frá því að ástæða uppsagnarinnar sé sú að hann sé ósammála stjórn félagsins um hvaða leikmenn á að fá inn í sumar.

Marco Baroni stjóri Verona er talinn líklegastur til að taka við af honum.

Tudor er 45 ára gamall og var við stjórnvölinn hjá Marseille áður en hann tók við Lazio. Hann hefur einnig stýrt Hajduk Split, PAOK, Karabukspor og Galatasaray á ferlinum.


Athugasemdir
banner
banner
banner