Atalanta 3 - 2 Empoli
0-1 Lorenzo Colombo ('13 )
1-1 Charles De Ketelaere ('34 )
2-1 Ademola Lookman ('45+1 )
2-2 Sebastiano Esposito ('56 , víti)
3-2 Charles De Ketelaere ('86 )
0-1 Lorenzo Colombo ('13 )
1-1 Charles De Ketelaere ('34 )
2-1 Ademola Lookman ('45+1 )
2-2 Sebastiano Esposito ('56 , víti)
3-2 Charles De Ketelaere ('86 )
Atalanta tók á móti Empoli í efstu deild ítalska boltans í dag og úr varð spennandi slagur.
Lorenzo Colombo tók forystuna fyrir gestina frá Empoli snemma leiks en Charles De Ketelaere og Ademola Lookman snéru stöðunni við fyrir leikhlé eftir stoðsendingar frá Davide Zappacosta og Nicoló Zaniolo.
Zaniolo spilaði frábæran leik en tókst þó ekki að skora. Empoli tókst að jafna metin þegar Sebastiano Esposito skoraði úr vítaspyrnu í síðari hálfleik og hélst staðan jöfn 2-2 allt þar til á lokakaflanum.
Atalanta var sterkari aðilinn og komst nálægt því að skora áður en De Ketelaere gerði herslumuninn með laglegu marki eftir glæsilegt einstaklingsframtak.
Lokatölur urðu því 3-2 þökk sé frábærri tvennu De Ketelaere sem hefur verið einn af allra bestu leikmönnum ítölsku deildarinnar á fyrri hluta tímabils.
Atalanta endurheimti toppsæti deildarinnar með þessum sigri og eru lærisveinar Gian Piero Gasperini með 40 stig eftir 17 umferðir.
Empoli er um miðja deild með 19 stig.
Þetta var ellefti sigur Atalanta í röð í Serie A.
Athugasemdir