Mohamed Salah skoraði tvö og lagði upp tvö í frábærum sigri Liverpool á útivelli gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í dag.
Hann er þar með búinn að skora 18 mörk og gefa 15 stoðsendingar í 24 leikjum í öllum keppnum á tímabilinu, sem er ótrúleg tölfræði.
Hann bætti met í ensku úrvalsdeildinni eftir sigurinn gegn Tottenham þar sem hann varð fyrsti leikmaður í sögu úrvalsdeildarinnar til að komast í tveggja stafa tölu bæði í mörkum og stoðsendingum á fyrri hluta tímabils.
Salah er kominn með 15 mörk og 11 stoðsendingar eftir 16 umferðir af úrvalsdeildartímabilinu.
Athugasemdir