Ítalinn Gianluca Vialli er látinn eftir baráttu við veikindi. Hann var aðeins 58 ára gamall.
Vialli háði mikla og langa baráttu við krabbamein í brisi en hann þurfti að hætta að starfa fyrir ítalska fótboltasambandið í desember síðastliðnum út af heilsufarsástæðum. Hann starfaði sem einn af aðstoðarmönnum Roberto Mancini, landsliðsþjálfara.
Vialli spilaði sem leikmaður með Cremonese, Sampdoria og Juventus á Ítalíu. Þá lauk hann ferlinum með Chelsea á Englandi; mikill markaskorari. Hann var svo spilandi þjálfari hjá Chelsea og gerði flotta hluti.
Þessi mikla goðsögn stýrði einnig Watford og hjálpaði til hjá ítalska landsliðinu. Á leikmannaferli sínum lék hann 59 A-landsleiki með Ítalíu og skoraði 16 mörk.
Vialli var fyrst greindur með krabbamein árið 2017 og svo aftur árið 2021, stuttu eftir að Ítalía fór með sigur af hólmi á Evrópumótinu.
This will be forever in my head.
— Sacha Pisani (@Sachk0) January 6, 2023
Vialli and his very good friend Mancini, in tears, after Italy won the Euros.
Today is a very sad day.
????pic.twitter.com/knfNfbuM7G
Athugasemdir