Amorim vill að Quenda verði keyptur - West Ham hefur áhuga á Harwood-Bellis - Hár verðmiði á Branthwaite
   fös 06. janúar 2023 09:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gianluca Vialli er látinn
Ítalinn Gianluca Vialli er látinn eftir baráttu við veikindi. Hann var aðeins 58 ára gamall.

Vialli háði mikla og langa baráttu við krabbamein í brisi en hann þurfti að hætta að starfa fyrir ítalska fótboltasambandið í desember síðastliðnum út af heilsufarsástæðum. Hann starfaði sem einn af aðstoðarmönnum Roberto Mancini, landsliðsþjálfara.

Vialli spilaði sem leikmaður með Cremonese, Sampdoria og Juventus á Ítalíu. Þá lauk hann ferlinum með Chelsea á Englandi; mikill markaskorari. Hann var svo spilandi þjálfari hjá Chelsea og gerði flotta hluti.

Þessi mikla goðsögn stýrði einnig Watford og hjálpaði til hjá ítalska landsliðinu. Á leikmannaferli sínum lék hann 59 A-landsleiki með Ítalíu og skoraði 16 mörk.

Vialli var fyrst greindur með krabbamein árið 2017 og svo aftur árið 2021, stuttu eftir að Ítalía fór með sigur af hólmi á Evrópumótinu.


Athugasemdir
banner
banner