Hinn 18 ára gamli Rico Lewis hefur komið sterkur inn í hægri bakvörðinn hjá Manchester City í undanförnum leikjum.
Kyle Walker snéri aftur til baka í gær eftir HM hlé og þurfti hinn ungi að víkja fyrir honum.
City var ekki að spila vel í fyrri hálfleik og tók Guardiola þá ákvörðun að setja Lewis inn á strax í hálfleik fyrir Walker. Það heppnaðist fullkomlega.
„Rico hefur sýnt það í síðustu leikjum að hann gerir miðjuna betri. Það eru leikmenn sem spila fyrir sig sjálfan mjög vel en hann getur látið liðið spila betur. Hann veit alltaf hvað hann á að gera, hann breytti leiknum," sagði Guardiola.
City vann leikinn með einu marki gegn engu og er nú fimm stigum á eftir toppliði Arsenal.
Athugasemdir