Amorim vill að Quenda verði keyptur - West Ham hefur áhuga á Harwood-Bellis - Hár verðmiði á Branthwaite
   fös 06. janúar 2023 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Losið ykkur við Aubameyang strax"

Pierre-Emerick Aubameyang hefur ekki náð að sýna sitt rétta andlit í búningi Chelsea en Graham Potter setti hann inn á fyrir meiddan Raheem Sterling snemma gegn City í gær.


Hann komst lítið í takt við leikinn og átti ekki eina einustu tilraun á markið. Það endaði með því að Potter tók hann aftur af velli og Aubameyang var augljóslega ekki sáttur með það.

Aubameyang fór frá Arsenal til Barcelona eftir að hafa lent upp á kannt við MIkel Arteta stjóra liðsins. Stan Collymore fyrrum leikmaður í ensku úrvalsdeildinni ráðleggur Chelsea að losa sig við leikmanninn áður en hann muni gera allt vitlaust.

„Einu sinni var hann þess virði, en núna? Losið ykkur við hann strax áður en hann mun hafa einhver áhrif inn í klefanum. Hann á ekki heima í Chelsea liði Graham Potter. Borgið hann út ef það er nauðsynlegt," skrifaði Collymore.

Graham Potter var spurður út í skiptinguna. Þeir ræddu ekkert saman strax.

„Ég hef ekki tíma til að ræða þetta ítarlega strax. Maður skilur að fótboltamenn vilja spila og hjálpa liðinu. Þetta var ákvörðun sem ég varð að taka, hann hefur ekki spilað lengi og að spila sem framherji gegn Manchester City verður þú að gera mikið án boltans. Hann gaf allt í þetta fyrir liðið og var orðinn þreyttur," sagði Potter.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner