Arsenal, Chelsea og Man Utd hafa áhuga á Vlahovic - Liverpool reynir að halda stjörnunum - City gæti krækt í Zubimendi
   mið 06. nóvember 2024 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndu ekki skipta Slot út fyrir einn né neinn
Arne Slot.
Arne Slot.
Mynd: EPA
Liverpool er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og á toppi Meistaradeildarinnar. Í dag er hægt að færa rök fyrir því að liðið sé það besta í Evrópu.

Það var erfitt að sjá það gerast þegar Jurgen Klopp hætti með liðið og þegar lítið gekk á félagaskiptamarkaðnum síðasta sumar. En Arne Slot virðist hafa verið hinn fullkomni kostur í stjórastólinn hjá félaginu.

Liverpool vann sannfærandi sigur á Bayer Leverkusen í Meistaradeildinni í gær en stjóri Leverkusen er Xabi Alonso, sá stjóri sem var mest orðaður við Liverpool áður en Slot tók við.

James Pearce, blaðamaður The Athletic sem skrifar sérstaklega um Liverpool, sagði í hlaðvarpi í morgunsárið að margir stuðningsmenn félagsins hefðu verið heillaðir af Alonso en það væri núna gleymt.

„Liverpool stuðningsmenn myndu ekki skipta Slot út fyrir neinn," sagði Pearce í dag en það er eflaust rétt. Slot er orðinn það vinsæll á stuttum tíma.
Athugasemdir
banner
banner
banner