Unnur Dóra Bergsdóttir verður ekki áfram með Selfossi á næsta tímabili.
Þetta herma heimildir Fótbolta.net.
Þetta herma heimildir Fótbolta.net.
Unnur Dóra hefur verið fyrirliði Selfoss og algjör lykilmaður fyrir liðið síðustu árin.
Unnur Dóra, sem er fædd árið 2000, ólst upp hjá Selfossi og hefur leikið allan sinn feril með félaginu. En núna verður breyting þar á.
Hún hefur verið að æfa með Fram, sem leikur í Bestu deildinni næsta sumar, en það er enn óvíst hvað hún tekur sér fyrir hendur.
Selfoss leikur í 2. deild næsta sumar eftir að hafa fallið niður um deild tvö ár í röð.
Athugasemdir