Man Utd og Chelsea leiða baráttuna um 63 milljóna punda Gyökeres - United hefur áhuga á Goretzka og Sane - Samningi Neymar gæti verið rift
   fös 07. maí 2021 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Leikur KA og Leiknis fer fram á Dalvíkurvelli
Úr leik Dalvíkur/Reynis og Völsungs á Dalvíkurvelli í fyrra
Úr leik Dalvíkur/Reynis og Völsungs á Dalvíkurvelli í fyrra
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
KA og Leiknir Reykjavík mætast í 3. umferð Pepsi Max-deildarinnar á miðvikudag.

Leikurinn er heimaleikur KA og var hann upphaflega settur á Greifavöll, grasvöllinn sem KA spilar sína heimaleiki á.

Greifavöllur er ekki tilbúinn, kalt hefur verið í veðri að undanförnu og völlurinn þarf lengri tíma til að vera klár.

KA leitaði því til Dalvíkur og fékk leyfi til að spila leikinn á gervigrasinu á Dalvík. Leikurinn hefst klukkan 17:30.

KA mætir í kvöld KR á útivelli og Leiknir mætir Breiðabliki á heimavelli á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner