Real Madrid girnist Palmer - Arsenal og Man Utd berjast um David - City reynir að lokka Wirtz frá Leverkusen
   fim 07. nóvember 2024 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Pétur Rögnvalds tekur við kvennaliði HK (Staðfest)
Mynd: HK
Pétur Rögnvaldsson hefur tekið við þjálfun kvennaliðs HK en þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu félagsins.

Guðni Þór Einarsson lét af störfum sem þjálfari HK eftir að Lengjudeildin kláraðist og hafa HK-ingar unnið hörðum höndum að því að finna arftaka hans.

Pétur Rögnvaldsson hefur verið ráðinn til að taka við af Guðna.

Hann tók við sem aðstoðarþjálfari hjá kvennaliði Gróttu árið 2019 og tók síðan við sem aðalþjálfari ásamt Magnúsi Erni Helgasyni haustið 2020.

Eftir tímabilið 2023 hætti hann með Gróttu og tók sér frí frá þjálfun.

Fríinu er lokið og er hann nú mættur aftur í boðvanginn, en hann mun stýra HK í Lengjudeildinni.

„Ég hlakka mikið til að hefja störf og sé fram á spennandi tíma. Framundan er áframhaldandi barátta í Lengjudeildinni og það verður krefjandi en skemmtileg áskorun að halda áfram góðri uppbyggingu meistaraflokks kvenna. Liðið samanstendur af ungum og mjög öflugum knattspyrnukonum og hvet ég stuðningsmenn og íbúa til að fjölmenna á leiki liðsins,“ sagði Pétur við undirskrift.

HK hafnaði í 4. sæti með 30 stig á nýafstaðinni leiktíð en liðið var aðeins fjórum stigum frá því að komast upp um deild.
Athugasemdir
banner
banner