Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
   sun 08. mars 2020 20:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndband: Fékk rautt spjald fyrir heimskulegar sakir
Mynd: Getty Images
Sporting Lissabon vann 2-0 sigur gegn Desportivo Aves í portúgölsku úrvalsdeildinni í dag.

Mörkin bæði komu með stuttu millibili í síðari hálfleik, en Sporting lék tveimur leikmönnum fleiri frá 20. mínútu. Desportivo Aves fékk nefnilega tvö rauð spjöld á fyrstu 20 mínútum leiksins.

Fyrra rauða spjaldið fékk kantmaðurinn Rúben Macedo fyrir ljótt brot, en síðara rauða spjaldið var vægast sagt heimskulegt.

Brasilíumaðurinn Luiz Fernando fékk þá sitt annað gula spjald þegar hann togaði í stuttbuxur andstæðings.

Myndband af þessu er hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner