Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   sun 22. desember 2024 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
England í dag - Misstígur Liverpool sig aftur?
Mynd: Getty Images
Það eru fimm leikir á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í dag og hefjast fjórir þeirra samtímis klukkan 14:00.

Manchester United á heimaleik gegn sterku liði Bournemouth og er mikið undir fyrir Rúben Amorim og lærisveina hans, sem geta jafnað Bournemouth á stigum í áttunda sæti deildarinnar með sigri.

Á sama tíma á Everton heimaleik við Chelsea sem situr í öðru sæti deildarinnar og getur tekið toppsætið af Liverpool með sigri, en Liverpool mun eiga tvo leiki til góða.

Fulham spilar þá við Southampton á meðan Leicester og Wolves eigast við í fallbaráttunni, áður en stórleikur helgarinnar fer af stað.

Tottenham tekur þar á móti toppliði Liverpool í hörkuslag sem lofar mikið af mörkum. Heimamenn í liði Tottenham eru um miðja deild eftir slakt gengi á fyrri hluta tímabils með afar jákvæðum úrslitum inn á milli, en Liverpool trónir á toppi úrvalsdeildarinnar þrátt fyrir að vera búið að gera tvö jafntefli í röð.

Leikir dagsins:
14:00 Everton - Chelsea
14:00 Fulham - Southampton
14:00 Leicester - Wolves
14:00 Man Utd - Bournemouth
16:30 Tottenham - Liverpool
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 15 11 3 1 31 13 +18 36
2 Chelsea 16 10 4 2 37 19 +18 34
3 Arsenal 17 9 6 2 34 16 +18 33
4 Nott. Forest 17 9 4 4 23 19 +4 31
5 Aston Villa 17 8 4 5 26 26 0 28
6 Man City 17 8 3 6 29 25 +4 27
7 Newcastle 17 7 5 5 27 21 +6 26
8 Bournemouth 16 7 4 5 24 21 +3 25
9 Brighton 17 6 7 4 27 26 +1 25
10 Fulham 16 6 6 4 24 22 +2 24
11 Tottenham 16 7 2 7 36 19 +17 23
12 Brentford 17 7 2 8 32 32 0 23
13 Man Utd 16 6 4 6 21 19 +2 22
14 West Ham 17 5 5 7 22 30 -8 20
15 Crystal Palace 17 3 7 7 18 26 -8 16
16 Everton 15 3 6 6 14 21 -7 15
17 Leicester 16 3 5 8 21 34 -13 14
18 Ipswich Town 17 2 6 9 16 32 -16 12
19 Wolves 16 2 3 11 24 40 -16 9
20 Southampton 16 1 2 13 11 36 -25 5
Athugasemdir
banner
banner
banner