Chelsea leggur aukna áherslu á að fá Mainoo - Milan vill Mitchell - Phillips gæti snúið aftur til Leeds
   lau 21. desember 2024 21:25
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Þegar þú gefur þeim mylsnu taka þeir alla kökuna"
Mynd: EPA
Crystal Palace steinlá gegn Arsenal á heimavelli í kvöld en þetta var annað tap liðsins gegn Arsenal í vikunni en liðin mættust í deildabikarnum á dögunum.

Oliver Glasner, stjóri Palace, var ánægður með margt í leik liðsins en varnarleikurinn alls ekki ásættanlegur.

„Þegar þú færð á þig fimm mörk er ólíklegt að þú náir í stig. Í stöðunni 2-1 fengum við stór tækifæri og áður en þeir skoruðu þriðjamarkið. Við fengum færi í seinni hálfleik en svo skoruðu þeir fjórða markið og leikurinn var búinn, við misstum trúnna," sagði Glasner.

„Við verðum að verjast betur í teignum en fyrir utan það var þetta ein okkar besta frammistaða. Við unnum bolta, hreyfðum hann vel og sköpuðum færi. Við verðum að læra afa þessu, við verðum að læra það að ef þú gefur toppliði mylsnu taka þeir alla kökuna."
Athugasemdir
banner
banner