Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   lau 21. desember 2024 14:38
Hafliði Breiðfjörð
Ömurlegt gengi Man City að verða einstakt í sögunni
Það gengur illa hjá Pep Guardiola og lærisveinum hans hjá Man City.
Það gengur illa hjá Pep Guardiola og lærisveinum hans hjá Man City.
Mynd: Getty Images
Man City hefur aðeins unnið einn af síðustu tólf leikjum sínum í öllum keppnum en hrun liðsins hefur verið ótrúlegt en níu af þessum leikjum hafa verið tapleikir. Liðið tapaði fyrir Aston Villa í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni 2-1 og missti Villa uppfyrir sig í stöðutöflunni.

OptaJoe hefur til samanburðar tekið saman tölur um önnur ensk topplið og hvenær þau fóru síðast í gegnum 9 tapleiki af 12 leikjum. Það er reyndar stutt síðan Chelsea gerði það í maí í fyrra en þar fyrir utan hefur engu liðana gengið svona illa á þessari öld. Lengst er síðan Liverpool fór í gegnum svona vont tímabil, það var árið 1954.

Chelsea - 25/05/2023
Tottenham - 26/12/1997
Arsenal - 23/03/1977
Man Utd - 16/12/1961
Liverpool - 23/01/1954


Athugasemdir
banner
banner
banner