Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
banner
   sun 22. desember 2024 16:43
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Vonar að Víkingar spili í Færeyjum ef ekki verður leyft að spila á Íslandi
Frá Þórsvelli í Færeyjum.
Frá Þórsvelli í Færeyjum.
Mynd: Getty Images
Tómas Þór Þórðarson.
Tómas Þór Þórðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það var fullyrt við mig bara í gær að þessi leikur yrði erlendis," sagði Tómas Þór Þórðarson, umsjónarmaður útvarpsþáttarins Fótbolti.net og stuðningsmaður Víkings, á X977 í gær.

UEFA er komið með nóg af því að gefa Íslandi sífelldar undanþágur vegna lélegra vallarmála hér á landi og útlit fyrir að Víkingur neyðist til að spila heimaleik sinn gegn Panathinaikos í Sambandsdeildinni í febrúar fyrir utan landsteinana.

Tómas vonar þá að leikurinn fari fram á Þórsvelli, þjóðarleikvangi Færeyinga í Þórshöfn.

„Vonandi verður hann í Færeyjum. Það verður væntanlega fyrsti kostur hjá Víkingi að spila á gervigrasi. Þú ert með hæfilega stutt ferðalag á fullbúinn völl. Stuðningsmenn geta ferðast og það er gervigras. Ég ætla að vona að þetta verði lendingin, ekki ætlum við að fara með þetta til Spánar og láta Panathinaikos mönnum líða óþarflega vel."

Danmörk hefur einnig verið nefnd en búast má við því að Víkingar vilji að spilað verði á gervigrasi eins og þeir eru vanir frá sínum heimavelli.

„Ég tel nánast engar líkur á því að leikurinn verði á Kópavogsvelli. Ég held að UEFA sé orðið ansi þreytt á okkur," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, við Fótbolta.net.

„Það verða að vera einhverjar pælingar á bak við það, hvort við förum á gervigras eða ekki. Við þurfum að velja aðstæður sem henta okkur. Þetta á að vera heimaleikurinn okkar."
Útvarpsþátturinn - Ari Sigurpáls, Gísli Gotti og landsliðsþjálfaraleit
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner