Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   lau 21. desember 2024 20:26
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Saka yfirgaf völlinn á hækjum - „Augljóslega ekki góðar fréttir"
Mynd: EPA
Arsenal vann öruggan 5-1 sigur á Crystal Palace í úrvalsdeildinni í kvöld en það voru ekki bara góðar fréttir fyrir liðið.

Gabriel Jesus er í banastuði en hann hefur skorað fimm mörk í síðsutu tveimur leikjum. Bukayo Saka þurfti hins vegar að fara af velli vena meiðsla.

Hann sáast á hækjum fyrir utan Selhurst Park, heimavöll Crystal Palace, eftir leikinn. Mikel Arteta var spurður út í meiðslin eftir leikinn.

„Hann þurfti að fara af velli því hann fann að það var eitthvað að. Þetta eru augljóslega ekki góðar frétir, við þurfum að skoða hann betur," sagði Arteta.

Það er spilað þétt á næstunni en Arsenal mætir Ipswich 27. desember, Brentford á nýársdag og Brighton 4. janúar.


Athugasemdir
banner
banner
banner