Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   sun 22. desember 2024 16:57
Ívan Guðjón Baldursson
Championship: Þægilegt fyrir West Brom
Mynd: Getty Images
West Brom 2 - 0 Bristol City
1-0 Mikey Johnston ('34 )
2-0 Mikey Johnston ('43 )

West Bromwich Albion tók á móti Bristol City í eina leik dagsins í ensku Championship deildinni.

West Brom var talsvert sterkari aðilinn í dag og sigraði viðureignina þægilega, þar sem Mikey Johnston skoraði tvennu í fyrri hálfleik.

Bristol skapaði sér lítið af færum og var sigur West Brom aldrei í hættu.

West Brom er í baráttu um umspilssæti, með 35 stig eftir 22 umferðir. Carlos Corberán, þjálfari liðsins, var sterklega orðaður við þjálfarastörfin hjá Wolves og Southampton í ensku úrvalsdeildinni sem er búið að ráða í.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner