Sheffield United heldur toppsætinu í ensku Championship-deildinni áfram en þeir unnu 0 - 2 sigur á Cardiff City í Wales í dag. Í humátt á eftir þeim fylgja svo Leeds sem unnu auðveldan 4 - 0 sigur á Oxford.
Stefán Teitur Þórðarson var í byrjunarliði Preston sem tapaði 2 - 1 úti gegn QPR. Hann spilaði allan leikinn á miðjunni og fékk hæstu einkunn leikmanna Preston eða 6,7 fyrir frammistöðu sína.
Arnór Sigurðsson er enn frá vegna meiðsla fram í janúar og gat því ekki leikið með Blackburn sem tapaði útileik gegn Millwall og þá var Guðlaugur Victor Pálsson ónotaður varamaður hjá Plymouth í 3 - 3 jafntefli gegn Middlesbrough.
Frank Lampard fékk svo skell með lið Coventry eftir góðan sigur á Hull í síðustu umferð. Þeir heimsóttu Portsmouth á Fratton Park og töpuðu 4 - 1.
„Ég ætla ekki að vera að tala of mikið um einstaklingsmistök því þau verða alltaf, en í dag voru þau augljós og maður tapar leikjum útaf þeim," sagði Lampard eftir leikinn. „Seinni hálfleikurinn í dag sýndi augljóslega um hvað fótboltinn snýst og þá sérstaklega í Championship deildinni. Ef þú átt í erfiðleikum og leggur þig ekki allan fram þá munu úrslitin ekki falla með þér eins og sást í dag. Það er mjög mikið hægt að læra af þessum leik."
Burnley 2 - 1 Watford
1-0 Jaidon Anthony ('9 )
2-0 Josh Brownhill ('63 )
2-1 Kwadwo Baah ('80 )
Cardiff City 0 - 2 Sheffield Utd
0-1 Kieffer Moore ('65 )
0-2 Kieffer Moore ('73 )
Hull City 2 - 1 Swansea
1-0 Joao Pedro ('34 )
1-1 Harry Darling ('42 )
2-1 Mason Burstow ('80 )
Leeds 4 - 0 Oxford United
1-0 Daniel James ('9 )
2-0 Jayden Bogle ('57 )
3-0 Brenden Aaronson ('67 )
4-0 Manor Solomon ('73 )
Millwall 1 - 0 Blackburn
1-0 Mihailo Ivanovic ('90 )
Plymouth 3 - 3 Middlesbrough
1-0 Lewis Gibson ('38 )
1-1 Jonathan Howson ('50 )
2-1 Darko Gyabi ('72 )
2-2 Hayden Hackney ('77 )
3-2 Mustapha Bundu ('81 )
3-3 Emmanuel Latte Lath ('84 )
Portsmouth 4 - 1 Coventry
0-1 Norman Bassette ('3 )
1-1 Callum Lang ('14 )
2-1 Callum Lang ('43 )
3-1 Callum Lang ('48 )
4-1 Callum Lang ('55 )
QPR 2 - 1 Preston NE
0-1 Milutin Osmajic ('21 )
1-1 Rayan Kolli ('50 )
2-1 Jimmy Dunne ('89 )
Rautt spjald: Liam Lindsay, Preston NE ('83)
Sheffield Wed 2 - 0 Stoke City
1-0 Josh Windass ('52 )
2-0 Callum Paterson ('76 )
2-0 Tom Cannon ('83 , Misnotað víti)
Rautt spjald: DiShon Bernard, Sheffield Wed ('41)
Sunderland 2 - 1 Norwich
0-1 Ben Slimane ('21 )
1-1 Daniel Ballard ('47 )
2-1 Jobe Bellingham ('72 )
Rautt spjald: Jose Cordoba, Norwich ('70)
Athugasemdir