Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   sun 22. desember 2024 17:12
Elvar Geir Magnússon
Spánn: Mbappe skoraði fjórða leikinn í röð
Mbappe fékk harða gagnrýni fyrir byrjun sína hjá Real Madrid en virðist vera kominn í gang.
Mbappe fékk harða gagnrýni fyrir byrjun sína hjá Real Madrid en virðist vera kominn í gang.
Mynd: EPA
Fede Valverde fagnar glæsilegu marki sínu.
Fede Valverde fagnar glæsilegu marki sínu.
Mynd: EPA
Kylian Mbappe er kominn á flug með Real Madrid og skoraði í fjórða leik sínum í röð þegar Madrídingar unnu 4-2 sigur gegn Sevilla. Real Madrid er í öðru sæti, aðeins stigi á eftir Atletico Madrid sem er á toppnum.

Mbappe kom Madrídingum yfir með flottu marki, skoraði með hörkuskoti sem Alvaro Fernandez markvörður Sevilla átti ekki möguleika í.

Federico Valverde skoraði ekki síðra mark, jafnvel betra, tíu mínútum síðar en hann er þekktur fyrir að skora glæsimörk. Rodrygo Goes kom Madrídingum í 3-0 en staðan í hálfleik var 3-1. Brahim Diaz kom heimamönnum svo aftur í þriggja marka forystu en gestirnir klóruðu í bakkann undir lokin.

Valencia, sem er í fallsæti, gerði 2-2 jafntefli við Deportivo Alaves fyrr í dag. Alaves er í sextánda sæti af tuttugu liðum deildarinnar.

Real Madrid 4 - 2 Sevilla
1-0 Kylian Mbappe ('10 )
2-0 Federico Valverde ('20 )
3-0 Rodrygo ('34 )
3-1 Isaac Romero Bernal ('35 )
4-1 Brahim Diaz ('53 )
4-2 Dodi Lukebakio ('86 )

Valencia 2 - 2 Alaves
0-1 Carlos Martin ('7 )
1-1 Luis Rioja ('70 , víti)
1-2 Joan Jordan ('88 , víti)
2-2 Dani Gomez ('90 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner