Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   sun 22. desember 2024 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Kemur ekki til greina að selja Isak
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Eddie Howe, þjálfari Newcastle United, svaraði spurningum eftir þægilegan sigur gegn Ipswich Town í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Alexander Isak átti frábæran leik og skoraði þrennu í fjögurra marka sigri á útivelli.

„Alexander er leikmaður í heimsklassa og það sást í dag. Hann sýndi ótrúlega mikil gæði til að skora þessi mörk, hann er fáránlega góður fyrir framan markið. Það eru ekki margir leikmenn sem eru jafn rólegir og hann," sagði Howe eftir sigurinn.

„Þegar þú bætir við tæknilegri getu hans og þeim gríðarlega hraða sem hann býr yfir þá ertu kominn með fullkominn framherja."

Howe var spurður hvort Newcastle neyddist til að selja leikmenn til að standast fjárhagskröfur ensku úrvalsdeildarinnar og hvort Isak væri í hættu.

„Enginn hjá félaginu vill selja Alex, hann er virkilega mikilvægur partur af framtíðaráformum félagsins. Ég býst alls ekki við að hann verði seldur. Honum líður vel hjá félaginu og vill ná markmiðum sínum hér, þetta er gríðarlega metnaðarfullur leikmaður sem á öll bestu árin sín framundan.

„Hann elskar að skora mörk fyrir Newcastle og markmiðið er að byggja liðið í kringum hann og aðra lykilmenn."

Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 15 11 3 1 31 13 +18 36
2 Chelsea 16 10 4 2 37 19 +18 34
3 Arsenal 17 9 6 2 34 16 +18 33
4 Nott. Forest 17 9 4 4 23 19 +4 31
5 Aston Villa 17 8 4 5 26 26 0 28
6 Man City 17 8 3 6 29 25 +4 27
7 Newcastle 17 7 5 5 27 21 +6 26
8 Bournemouth 16 7 4 5 24 21 +3 25
9 Brighton 17 6 7 4 27 26 +1 25
10 Fulham 16 6 6 4 24 22 +2 24
11 Tottenham 16 7 2 7 36 19 +17 23
12 Brentford 17 7 2 8 32 32 0 23
13 Man Utd 16 6 4 6 21 19 +2 22
14 West Ham 17 5 5 7 22 30 -8 20
15 Crystal Palace 17 3 7 7 18 26 -8 16
16 Everton 15 3 6 6 14 21 -7 15
17 Leicester 16 3 5 8 21 34 -13 14
18 Ipswich Town 17 2 6 9 16 32 -16 12
19 Wolves 16 2 3 11 24 40 -16 9
20 Southampton 16 1 2 13 11 36 -25 5
Athugasemdir
banner
banner