Chelsea leggur aukna áherslu á að fá Mainoo - Milan vill Mitchell - Phillips gæti snúið aftur til Leeds
   lau 21. desember 2024 14:50
Hafliði Breiðfjörð
Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður
Haaland að elta Ezri Konsa í leiknum í dag.
Haaland að elta Ezri Konsa í leiknum í dag.
Mynd: EPA
Erling Haaland framherji Man City ræddi við fjölmiðla eftir 2 - 1 tapið gegn Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í dag. Liðið hefur unnið einn af síðustu 12 leikjum og er í mikilli brekku þessa dagana.

„Það eru bara nokkrar mínútur liðnar frá leiknum svo við höfum ekki talað saman eftir leik en auðvitað erum við vonsviknir. Þetta er ekki nógu gott og er ekki nógu- gott frá mér," sagði Haaland við TNT Sports.

„Við verðum að halda áfram, en ég verð að byrja að líta í eigin barm. Ég hef ekki verið að standa mig nógu vel, ég hef ekki skorað úr færunum mínum. Ég verð að gera betur en þetta, ég hef ekki verið nógu góður," bætti hann við.

Aðspurður út í Pep Guardiola stjóra liðsins sagði Haaland: „Hann hefur unnið ensku úrvalsdeildina sex sinnum á sjö árum, við skulum ekki gleyma því. Hann mun finna lausnir. Hann hefur verið að gera það á hverju einasta ári. Við höfum enn trú á honum, við verðum að leggja harðar að okkur núna."
Athugasemdir
banner
banner