Úrúgvæski framherjinn Luis Suarez sendi leikmönnum Atletico Madrid gjöf sem verðlaun fyrir 1 - 2 útisigur á Barcelona í spænsku deildinni í gær.
Suarez spilaði á sínum tíma með báðum liðum en eftir tíma sinn á Spáni hafði hann opnað vinsælan veitingastað sem heitir Chalito og er bæði í Barcelona og Madríd.
Suarez sendi matarpoka frá veitingastaðnum til leikmanna Atletico sem gátu notið á leiðinni heim eftir leik.
Koke fyrirliði Atletico Madrid birti mynd af þessu á story á Instagram áður en liðið fór í flugið heim til Madrídar og á myndinni var greinilegt að gleði var með gjöfina.
Suarez spilaði tvær leiktíiðir með Atletico Madrid en var mjög vinsæll hjá félaginu. Hann vann deildina með liðinu á fyrra tímabilinu og skoraði 21 mörk.
Hann er enn að spila í dag, 37 ára og er í dag með Inter Miami í Bandaríkjuum þar sem hann spilar með Lionel Messi fyrrverandi liðsfélaga sínum hjá Barcelona.
Eftir sigurinn í gær er Atletico Madrid á toppi spænsku deildarinnar, með þriggja stiga forskot á Barcelona og á leik til góða.
Athugasemdir