Ruben Amorim knattspyrnustjóri Man Utd var að vonum ekki sáttur eftir 3 - 0 tap heima gegn Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni. Hann segir liðið vera stressað og andrúmsloftið ekki gott.
Man Utd vann leikinn gegn Man City í síðustu umferð en hefur nú tapað þremur af síðustu fjórum leikjum og það gengur ekki vel „Það er erfitt að ná í tvo til þrjá sigra en við erum að reyna. Leikurinn reyndist okkur erfiður," sagði Amorim eftir leikinn.
„Við vorum aftur í vandræðum með föstu leikatriðin og vorum svolítið stressaðir, og það fannst á leikvangnum. Vítið og þriðja markið voru svo mjög erfið að fá á sig hérna. Við reyndum að skora mörk en þetta var erfiður leikur svo við reynum að líta fram veginn."
Fyrsta markið kom eftir um hálftíma leik en fram að því var Amorim ánægður með sína menn. Þetta var sjötti leikurinn í röð sem þeir lenda undir. „Ef þú skoðar leikinn þá vorum við ekki í neinum vandræðum fram að fyrsta markinu og fengum tækifæri. Ef við náum að skora fyrsta markið þá ætti leikurinn að þróast öðruvísi. Við viljum skora en erum of stressaðir. Við verðum að berjast gegn því."
Þúsundir stuðningsmanna yfirgáfu leikvanginn fyrir leikslok og þau sem eftir stóðu bauluðu á liðið.
„Við verðum að einbeita okkur að verkefninu en ekki andrúmsloftinu á leikvangnum. Það er eina leiðin sem ég kann að einbeita mér að leikmönnunum mínum. Við erum enn of aftur að þjást en munum reyna að vinna. Við gerum það alveg til enda."
Athugasemdir