Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   sun 22. desember 2024 17:37
Ívan Guðjón Baldursson
Pereira: Munum halda sætinu í úrvalsdeildinni
Vítor Pereira var síðast þjálfari Al-Shabab í Sádi-Arabíu.
Vítor Pereira var síðast þjálfari Al-Shabab í Sádi-Arabíu.
Mynd: Getty Images
Vítor Pereira stýrði Wolves í fyrsta sinn þegar liðið heimsótti Leicester City í fallbaráttuslag í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Úlfarnir unnu flottan 0-3 sigur eftir nokkuð jafnan leik, en lærisveinar Pereira nýttu færin sín betur.

„Ég sagði þeim að spila af stolti og þeir gerðu það. Ég er mjög ánægður með þessa frammistöðu, það er ekki auðvelt að þjálfa lið í þrjá daga áður en maður stýrir því í fyrsta sinn en strákarnir stóðu sig vel. Ég er viss um að við munum bæta okkur með tímanum og ég hef fulla trú á því að við munum halda sæti okkar í ensku úrvalsdeildinni," sagði Pereira eftir sigurinn.

Þetta var aðeins þriðji sigur Wolves eftir 17 umferðir af úrvalsdeildartímabilinu og er liðið í fallsæti með 12 stig - aðeins tveimur stigum á eftir Leicester sem er í öruggu sæti.

„Ég er ánægður með hjartað sem leikmenn sýndu í dag. Þeir börðust eins og ljón og verðskulduðu sigurinn."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner