Egill Már Markússon er orðinn nýr formaður dómaranefndar KSÍ. Egill var um langt skeið einn besti dómari landsins en hann átti tuttugu ára feril í dómgæslu.
Síðasti leikur hans á ferlinum var bikarúrslitaleikur FH og Fjölnis árið 2007.
Síðasti leikur hans á ferlinum var bikarúrslitaleikur FH og Fjölnis árið 2007.
Samþykkt var á stjórnarfundi KSÍ að Egill yrði nýr formaður nefndarinnar í stað nafna síns, Egils Arnars Sigurþórssonar, sem ákvað að hætta í nefndinni.
Auk Egils Más eru Bryndís Sigurðardóttir, Gunnar Jarl Jónsson, Halldór Breiðfjörð Jóhannsson, Hjalti Þór Halldórsson, Jóhann Gunnar Guðmundsson, Magnús Már Jónsson, Oddur Helgi Guðmundsson, Pjetur Sigurðsson og Þóroddur Hjaltalín í dómaranefndinni.
Athugasemdir