Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   sun 22. desember 2024 14:38
Elvar Geir Magnússon
Egill Már orðinn formaður dómaranefndar
Egill Már Markússon var einn besti dómari landsins um langt skeið.
Egill Már Markússon var einn besti dómari landsins um langt skeið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Egill Már Markússon er orðinn nýr formaður dómaranefndar KSÍ. Egill var um langt skeið einn besti dómari landsins en hann átti tuttugu ára feril í dómgæslu.

Síðasti leikur hans á ferlinum var bikarúrslitaleikur FH og Fjölnis árið 2007.

Samþykkt var á stjórnarfundi KSÍ að Egill yrði nýr formaður nefndarinnar í stað nafna síns, Egils Arnars Sigurþórssonar, sem ákvað að hætta í nefndinni.

Auk Egils Más eru Bryndís Sigurðardóttir, Gunnar Jarl Jónsson, Halldór Breiðfjörð Jóhannsson, Hjalti Þór Halldórsson, Jóhann Gunnar Guðmundsson, Magnús Már Jónsson, Oddur Helgi Guðmundsson, Pjetur Sigurðsson og Þóroddur Hjaltalín í dómaranefndinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner