Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
banner
   sun 22. desember 2024 17:26
Ívan Guðjón Baldursson
Dyche átti góðan fund með nýju eigendunum
Mynd: EPA
Sean Dyche var kátur eftir markalaust jafntefli Everton á heimavelli gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag, en þetta er annað markalausa jafnteflið í röð gegn stórliði frá London eftir 0-0 jafntefli á Emirates leikvanginum í síðustu umferð.

Everton er nýbúið að ganga undir eigendaskipti og ekki víst að Dyche haldi starfi sínu sem aðalþjálfari félagsins, en samningur hans rennur út næsta sumar.

„Ég átti góðan fund með eigendunum, þetta virðist vera mjög flott og alvarlegt fólk sem tekur á málunum af virðingu og rólegheit. Ég er raunhæf manneskja og átta mig á því að til að halda þessu starfi þarf liðið að ná í góð úrslit," sagði Dyche eftir jafnteflið.

„Eigendurnir hafa sagt mér að þeir styðja mig í mínu hlutverki sem þjálfari en ég veit að ég þarf að sigra leiki til að halda þessu starfi eftir tímabilið.

„Ég er ánægður með frammistöðuna í dag, við vörðumst vel og í seinni hálfleik hefðum við getað stolið sigrinum en niðurstaðan var sanngjörn. Það var mjög lítið af færum í þessum leik og ég er stoltur af mínum leikmönnum."

Athugasemdir
banner
banner
banner