16 ára gamall sonur Gunnleifs Gunnleifssonar fyrrverandi landsliðsmarkvarðar Íslands er kominn á samning hjá Breiðabliki. Sonurinn, Gunnleifur Orri Gunnleifsson er framherji sem er fæddur árið 2008 og hefur verið í yngri landsliðum Íslands, U15, U16 og U17.
Hann hefur æft reglulega með meistaraflokki liðsins frá síðasta undirbúningstímabili.
Hann vakti athygli danska liðsins FC Midtjylland á síðasta ári og æfði með liðinu á Algarve á Spáni í nóvember fyrir rúmu ári.
Á föstudaginn var hann valinn í U17 ára hópinn sem æfir saman í byrjun janúar.
Gunnleifur faðir hans spilaði á ferli sínum 439 deildarleiki hér á landi sem er Íslandsmet auk 26 landsleikja á 14 ára tímabili.
Hann lék með HK, KR, Val Reyðarfirði, FH og Breiðabliki á ferlinum auk FC Vaduz i Liechtenstein. Hann lauk ferlinum árið 2020 þá 45 ára gamall.
Fyrsti samningurinn hjá junior????.?????????@GoGunnleifsson pic.twitter.com/4rJKXAL4GC
— gulligull1 (@GGunnleifsson) December 22, 2024
Athugasemdir