Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   sun 22. desember 2024 15:30
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Blikar horfa til Antons og Guðmundur Baldvin eftirsóttur
Anton Logi í leik með U21 landsliðinu.
Anton Logi í leik með U21 landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rætt var um íslenska leikmannamarkaðinn í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 í gær.

Meðal þess sem þar kom fram er að Breiðablik fylgist með stöðu mála hjá miðjumanninum Antoni Loga Lúðvíkssyni og hefur áhuga á að fá þennan 21 árs miðjumann heim.

Anton er uppalinn hjá Breiðabliki og lék með liðinu áður en Óskar Hrafn Þorvaldsson fékk hann með sér til Haugesund í Noregi. Þar lék Anton alls 24 leiki í norsku úrvalsdeildinni en fékk afar fáa byrjunarliðsleiki seinni hluta mótsins.

Þá var Guðmundur Baldvin Nökkvason til umræðu en þessi tvítugi leikmaður lék á láni hjá Stjörnunni á síðasta tímabili frá sænska liðinu Mjällby.

Óvissa er með framtíð hans og sagt að hann sé eftirsóttur meðal íslenskra félaga og Stjarnan, hans uppeldisfélag, vilji fá hann aftur í Garðabæinn. Þá er hann einnig orðaður við Val.
Útvarpsþátturinn - Ari Sigurpáls, Gísli Gotti og landsliðsþjálfaraleit
Athugasemdir
banner
banner
banner