Rætt var um íslenska leikmannamarkaðinn í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 í gær.
Meðal þess sem þar kom fram er að Breiðablik fylgist með stöðu mála hjá miðjumanninum Antoni Loga Lúðvíkssyni og hefur áhuga á að fá þennan 21 árs miðjumann heim.
Anton er uppalinn hjá Breiðabliki og lék með liðinu áður en Óskar Hrafn Þorvaldsson fékk hann með sér til Haugesund í Noregi. Þar lék Anton alls 24 leiki í norsku úrvalsdeildinni en fékk afar fáa byrjunarliðsleiki seinni hluta mótsins.
Meðal þess sem þar kom fram er að Breiðablik fylgist með stöðu mála hjá miðjumanninum Antoni Loga Lúðvíkssyni og hefur áhuga á að fá þennan 21 árs miðjumann heim.
Anton er uppalinn hjá Breiðabliki og lék með liðinu áður en Óskar Hrafn Þorvaldsson fékk hann með sér til Haugesund í Noregi. Þar lék Anton alls 24 leiki í norsku úrvalsdeildinni en fékk afar fáa byrjunarliðsleiki seinni hluta mótsins.
Þá var Guðmundur Baldvin Nökkvason til umræðu en þessi tvítugi leikmaður lék á láni hjá Stjörnunni á síðasta tímabili frá sænska liðinu Mjällby.
Óvissa er með framtíð hans og sagt að hann sé eftirsóttur meðal íslenskra félaga og Stjarnan, hans uppeldisfélag, vilji fá hann aftur í Garðabæinn. Þá er hann einnig orðaður við Val.
Athugasemdir